131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[10:33]

Forseti (Halldór Blöndal):

Rétt er að geta þess að tvær utandagskrárumræður eru fyrirhugaðar í dag. Hin fyrri hefst þegar eftir atkvæðagreiðslu um fyrsta dagskrármálið og er um málefni sparisjóðanna. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon en hæstv. viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 1.30 í dag, að loknu hádegishléi, og er um hrun veiðistofna skelfisks og innfjarðarrækju. Málshefjandi er hv. þm. Einar K. Guðfinnsson en hæstv. sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund.