131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum.

374. mál
[10:35]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Þessu máli er að sjálfsögðu vísað til iðnaðarnefndar enda fjallar það um nýtingu auðlindanna. Við skipum málum okkar þannig í stjórnsýslu Íslands að ákveðnir ráðherrar fara með ákveðna málaflokka og þessi málaflokkur heyrir undir iðnaðarráðuneytið. Það var ákveðinn misskilningur í umræðunni í gær um að þetta mál ætti jafnvel að fara til umhverfisnefndar sem ég sé í raun ekki ástæðu til. Að sjálfsögðu fjallar svo nefndin um það hvort ástæða sé til að senda það þangað til umsagnar. Það er algjörlega skýrt í lögum um Stjórnarráð Íslands að þessi málaflokkur heyrir undir iðnaðarráðherra og málinu er vísað til iðnaðarnefndar. (Gripið fram í.) (KolH: Ég mótmæli.)