131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:13]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Nú hefst 3. umr. um fjárlög ársins 2005. Það liggur fyrir að eftir 2. umr. um frumvarpið leggur meiri hluti fjárlaganefndar ekki fram frekari breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið.

Ég vil leggja áherslu á það að störf fjárlaganefndar hafa gengið alveg samkvæmt áætlun og í fullu samræmi við starfsáætlun þingsins. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þakkir til allra þeirra sem hafa komið að þessari vinnu fyrir mjög gott samstarf.

Að afgreiddum fjárlögum mun fjárlaganefndin snúa sér að öðrum verkefnum, þar á meðal því að fylgjast með framkvæmd fjárlaga 2005 og veita framkvæmdarvaldinu eðlilegt og nauðsynlegt aðhald í þeim efnum ásamt öðrum verkefnum sem nefndin mun taka sér fyrir hendur.

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að hafa þessa ræðu lengri en ítreka það að ekki liggja fyrir frekari breytingartillögur frá fjárlaganefnd.