131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:10]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið hafa stjórnarflokkarnir ákveðið að stórefla samkeppniseftirlitið í landinu, m.a. með því að breyta skipulagi samkeppnismála sem þýðir auknar fjárveitingar til þessa málaflokks. Sérstök áhersla verður einmitt lögð á eftirlit með samkeppnishömlum og sjálfstæði stofnunarinnar aukið auk þess sem til verður nýtt embætti talsmanns neytenda.