131. löggjafarþing — 51. fundur,  7. des. 2004.

Mælendaskrá í athugasemdaumræðu.

[14:04]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Vegna ummæla hv. þingmanns vill forseti geta þess að fordæmi eru fyrir því að ráðherrar fái tækifæri til að koma oftar en tvisvar í umræður af þessu tagi. Byggir það á ákvæði í 1. málsl. 51. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að ráðherrar eigi samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi og eigi rétt á að taka þátt í umræðum eins oft og þeir vilja.