131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:54]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þetta er ótrúlegt, ég þarf að lesa þetta mörgum sinnum. Hér stendur: „Heiti laganna verður: Lög um tekjuskatt.“

Herra forseti. Ég les þetta aftur. „Heiti laganna verður: Lög um tekjuskatt.“

Þegar ég kom inn á þing var talað um ekknaskatt o.s.frv. Ég hef í tvígang flutt frumvarp um að gera eignarskattinn almennan til að hægt sé að lækka hann á ekkjur og slíka sem eru í erfiðleikum með að borga eignarskatt. Hér er þetta hreinlega fellt út.

Þetta er aldeilis fagnaðarefni, herra forseti, og gleðiefni fyrir alla aldraða sem eru að baksa við að borga eignarskatta af eignunum sínum í dag. Ég segi já og aftur með fögnuði. (ÖJ: Þið eruð óábyrgir gagnvart íslensku samfélagi.)