131. löggjafarþing — 56. fundur,  10. des. 2004.

Raforkulög.

328. mál
[20:56]

Ísólfur Gylfi Pálmason (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og legg mikla áherslu á að gætt verði að þeim atvinnugreinum sem hæstv. ráðherra talar um, bæði garðyrkjuna og fiskeldið. Það verður að passa upp á þær enda skipta þær gríðarlega miklu máli.

Eins og ég sagði í fyrra andsvari mínu skiptir þetta gríðarlegu máli fyrir garðyrkjubændur í landinu og er algjört grundvallaratriði til að tryggja að grænmeti sé framleitt allt árið um kring. Það er gríðarleg aukning í framleiðslunni og einnig í sölunni. En þetta er viðkvæm atvinnugrein sem ekki má kippa stoðunum undan.