131. löggjafarþing — 59. fundur,  25. jan. 2005.

Einkamálalög og þjóðlendulög.

190. mál
[14:34]

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Frú forseti. Þar sem ég hafði ekki tækifæri til að standa í andsvörum við hv. þingmann er það svo að við lögðum reglugerðina fyrir allsherjarnefnd til að hún vissi hvernig að þessum málum er staðið. Ég tel að í reglugerðinni sé ekki gengið gegn lögunum á neinn hátt og þar sé verið að setja reglur sem standist alveg löggjöfina eins og hún er og að sjálfsögðu er hún enn á umræðustigi. Þess vegna var hún lögð fyrir nefndina, m.a. til að heyra álit manna á því, en það er ekki verið að ganga gegn lögunum með neinum hætti í reglugerðinni.