131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Vextir og verðtrygging.

41. mál
[18:40]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti, aðeins örfá orð í lokin. Ég þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni fyrir undirtektir hans og ágæta ræðu. Við erum sammála um efnisatriði þessa frumvarps. Ég er fullkomlega sammála málflutningi hans og röksemdafærslu. Einnig vil ég taka undir það að farið er að slá í skýrsluna um þessi mál, sem er að verða átta ára gömul. Ég hlustaði með athygli á tilvísan hans í nýja skýrslu um málið og lýsi áhuga mínum á að skoða hana. Ég ítreka það sem áður kom fram og hv. þm. Jón Gunnarsson tók undir, að eðlilegt væri að setjast yfir þessi mál að nýju og gera úttekt í ljósi reynslunnar, m.a. þess sem hefur verið að gerast í seinni tíð með meiri stöðugleika í verðlagi.