131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[17:09]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í ljósi Íslendingasagna, Snorra-Eddu og samkvæmt öðrum heimildum — ef við veltum því einnig fyrir okkur og rifjum það upp — og að Huginn og Muninn voru hrafnar Óðins þá kemur mér nokkuð á óvart að hv. þingmaður skuli telja hrafna réttdræpa allt árið um kring.