131. löggjafarþing — 71. fundur,  10. feb. 2005.

Geðheilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra.

[12:36]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki ætlunin að binda starfið við hópinn sem sat ráðstefnuna. Ég hef verið í samráði við hann um hvernig við eigum að fylgja vinnunni eftir og hvaða aðila við eigum að kalla til. En það voru öflugir fulltrúar og ágætir sem sátu ráðstefnuna.

Varðandi geðþjónustu við fanga höfum við unnið að því að efla geðþjónustuna við stofnanir á Suðurlandi. Það er verkefni sem við erum með í höndunum núna.

Að lokum varðandi samninga við sálfræðinga höfum við ekki yfir að ráða fjármunum til að taka upp samninga við þá á þessu stigi og höfum einbeitt okkur að því að efla sálfræðiþjónustuna í heilsugæslunni. Við erum að stíga það skref núna.