131. löggjafarþing — 71. fundur,  10. feb. 2005.

Geðheilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra.

[12:39]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel reyndar að vinnan sé þegar komin í gang. Við eigum hins vegar eftir að forma hana betur og ég vonast til þess að það verði gert á næstu vikum. Aðgerðaáætlunin og yfirlýsingin er svo margþætt og ítarleg að ég hef ekki dagsetningar á því hvenær við munum ljúka verkinu. En það er fullur vilji í ráðuneytinu að vinna að þessum málum af fullum krafti, enda er yfirlýsingin ekki mikið á skjön við það sem við höfum verið að gera. Það er auðvitað mikil skipulagsbreyting að minnka stofnanir og beita úrræðinu utan stofnana, (Forseti hringir.) en er ekki á skjön við það sem við höfum unnið að.