131. löggjafarþing — 83. fundur,  3. mars 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[14:56]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Einkaaðilar sem eru í slíkum rekstri þurfa ekki að fá leiðbeiningar frá ríkisvaldinu í slíku. Ég harma ummæli hv. þingmanns hér við 2. umr. málsins þar sem hann sagði að ef Samfylkingin kæmist til valda í þessum málaflokki yrði lögunum snarlega breytt og þessu formi breytt úr hf.- í sjálfseignarstofnunarform með lögum (Gripið fram í: Hótanir.) og var með hótanir sem eru enn þá kaldari kveðjur til þess fólks sem stendur í þessu máli. (Gripið fram í: Ég vil …)

Ég óska málinu velfarnaðar og þessum nýja skóla og tel umræðurnar vera orðnar ágætar.