131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:03]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Maður er svona að átta sig á því hvar hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson stendur í þessu máli. Það getur verið svolítið erfitt en ég minnist þess að hann hafi talað um að hann vildi ekki brjótast inn á heimili og ekki heldur brjóta upp fyrirtæki. Ég man samt ekki betur en að síðasta vor hafi hann staðið fremstur í flokki þeirra manna sem vildu einmitt brjóta upp ákveðið fyrirtæki, og gekk mjög hart fram í því. Ég átta mig oft ekki á þessum málflutningi, mér finnst þetta ekki alveg ríma.

Það er annað sem ég átta mig ekki heldur á hjá ungum sjálfstæðismönnum, þeir sjái ekki hvað samkeppnislög eru mikilvæg, einmitt fyrir þá sem eru að búa sér til leið inn á markaðinn og þurfa kannski að berjast við ofurefli. Þess vegna eru samkeppnislög mikilvæg fyrir viðskiptalífið og við eigum að tryggja það að þessum lögum sé framfylgt. Ja …