131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

2. fsp.

[15:21]

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég held að það hafi verið mjög nauðsynlegt að fá þetta fram því við heyrðum það á forsvarsmönnum annarra sveitarfélaga að hugsanlega væri eitthvað verið að fara á bak við þau. En ljóst er að þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjórans í Reykjavík um að ríkið ætli að koma inn í að greiða niður gjaldfrjálsan leikskóla er það ekki svo.

Ég held að við getum jafnframt verið mjög ánægð með það samkomulag sem náðist á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu fjármuna til veikari sveitarfélaganna, en maður fer sannarlega að efast um að ástæða hafi verið til þess að fjármunir flyttust til Reykjavíkur þar sem fjárhagur Reykjavíkurborgar er með þessum hætti, yfirlýsingar um að hann sé svo góður að hún geti bætt á sig nýjum kostnaði.