131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Fsp. 3.

[15:18]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra svarar ekki hvað þessar skoðanakannanir kosta. Hins vegar segir hún að hún hafi sest inn á kontór hjá Rarik og séð að þeir hafi sent út kolvitlausa reikninga. Kannski er hæstv. ráðherrann best geymd inni á kontór hjá Rarik.

Ég geri ekki lítið úr skoðanakönnunum, einmitt, og þá leyfi ég mér að vitna til þess að hver skoðanakönnunin á fætur annarri hefur sýnt fram á það að afgerandi meiri hluti þjóðarinnar er andvígur sölu Símans, 76% í síðustu skoðanakönnun. Ég trúi því að ráðherra verði sjálfum sér samkvæmur og blási sölu Símans þá af.