131. löggjafarþing — 104. fundur,  6. apr. 2005.

Sláturhúsið á Kirkjubæjarklaustri.

611. mál
[14:55]

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það er mjög sérstakt að heyra málflutning stjórnarsinna sem láta í veðri vaka að þetta sé eingöngu á ábyrgð Sláturfélags Suðurlands. Auðvitað er það ekki. Hér er dæmi um ríkishagræðingu kvótaflokkanna. Það er sorglegt að horfa upp á að búið sé að taka 170 millj. kr. af skattfé landsmanna til að fara í einhverja ríkishagræðingu. Það sem er skrýtnast við þetta hjá þessum kvótaflokkum til sjávar og sveita er að engir útreikningar liggja að baki, hv. þm. Drífa Hjartardóttir. Það eru engir útreikningar sem liggja að baki ákvörðuninni. Menn tala um það eins og það sé jákvætt. Það er ömurlegt að heyra að flokkur einkaframtaksins skuli vaða hér fram með buddu almennings og greiða fólki og loka fyrir því starfsstöðvum. Þetta er ömurlegt.