131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Viðbrögð við faraldri.

637. mál
[15:06]

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspurnina og svörin frá hæstv. forseta. Það er ljóst að því hefur verið spáð að hugsanlega fleiri en ein tegund af vírus gæti valdið heimsfaraldri. Það er einnig ljóst að ekki er hægt að bregðast við með lyfjum fyrr en sú stökkbreyting hefur átt sér stað sem þróa þyrfti lyf við. Allt tekur þetta tíma. Ég fagna þeim viðbúnaði sem er hjá hæstv. ráðherra og ráðuneyti í þessu máli.

Það skiptir líka miklu að við sem þjóð, Íslendingar, séum meðvituð um ferðalög til annarra landa og hugsanlega um sýkt svæði. Ég vil beina athygli að erlendum verkamönnum, starfsmönnum sem hér starfa í dag, sem koma af svæðum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hugsanlega bera með sér berklabakteríur sem eru miklu illvígari en sú sem þekkt var áður og lyf voru til við en eru ekki til við í dag. Við þessu þarf að bregðast mjög markvisst.