131. löggjafarþing — 114. fundur,  20. apr. 2005.

Fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl ráðherra.

623. mál
[13:51]

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Herra forseti. Ég fagna yfirlýsingu hæstv. forsætisráðherra um að þingmenn og ráðherrar leggi spilin á borðið hvað varðar fjárhagsleg tengsl sín og hagsmuni, og einnig að stjórnmálaflokkarnir opni bókhald sitt. Það er orðið löngu tímabært. Því miður eru þó nýleg verk framsóknarmanna ekki til þess fallin að yfirlýsingin sé trúverðug, þ.e. mér finnst hún ekki áreiðanleg í ljósi upplýsinga í fjárlaganefnd um einkavæðingu bankanna fyrir nokkrum árum.

Þegar utanríkismálanefnd fór síðan yfir það hvernig staðið var að stuðningsyfirlýsingu Íslands við árásina á Írak var fengið aflátsbréf frá prófessor uppi í Háskóla Íslands fyrir 75 þús. kall. Verkin lofa því miður ekki góðu hvað varðar efndir í þessu máli.