131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Búnaðarlög.

725. mál
[11:08]

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Í þessu félagslega starfi hefur einmitt líka verið lögð áhersla á að bændur greiddu ekki misjafnt gjald fyrir þessa þjónustu eftir búsetu hversu langt sem þeir væru frá sæðingarstöðvum. Ég legg áherslu á að slíkt er einmitt grundvöllur fyrir félagslegt starf.

Síðan vakti ég líka athygli á því, herra forseti, sem þarf að skoða og það er einmitt að þessi breyting, að færa þessar greiðslur til, hefur áhrif á virðisaukaskattsskyldu og færslu á útskatti. Það þarf að huga að því jafnhliða þessum breytingum, ef þær verða samþykktar, sem ég dreg ekki í efa að þingið samþykki.