131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Loftferðir.

699. mál
[15:02]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég deili áhyggjum með hv. þingmanni varðandi afstöðu Bandaríkjanna til vopnaburðar almennt og þeirrar kröfu þeirra að e.t.v. verði hún reist. Hins vegar geri ég ekki mikið með það þó að menn segi að eitthvað liggi í loftinu. Það lá í loftinu í fleiri ár að Bandaríkjamenn ætluðu að beita íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki útflutningsþvingunum ef við hæfum hér hvalveiðar. Það var talað um það margsinnis í þessum ræðustól að það lægi í loftinu, menn yrðu að hafa allt slíkt í huga.

Ég held að við getum ekki verið að byggja löggjöf á einhverju sem liggur í loftinu, jafnvel þó að það sé í Bandaríkjunum. Þess vegna held ég að við hefðum átt að bíða með þetta mál.