132. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[15:16]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við getum verið sammála um að það geta verið mörg málefni sem við viljum forgangsraða. Hitt er annað mál að hér er um stofnframkvæmdir að ræða sem eru til þess að styrkja innviðina. Það er mjög mikilvægt að þau skilaboð fari út í efnahagslífið að verið er að ráðstafa þessum fjármunum með þeim hætti en ekki í rekstur. Ég held að mjög mikilvægt sé að menn viti það til framtíðar hvernig þetta er hugsað.

Spurningu minni var hins vegar ekki svarað, hvernig lögfræðilega hv. þingmaður vill gera þetta öðruvísi ef hann hefur efasemdir um lögfræðina í þessu.