132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Frávísanir í framhaldsskólum.

113. mál
[14:39]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég verð að segja að þær tölur sem hæstv. menntamálaráðherra færir fram í svari sínu vekja dálítinn ugg hjá mér þó að hún reyni að gera lítið úr þeim og segja að einungis 0,6% af öllum þeim sem sækja um nám í framhaldsskólum sé í raun og veru vísað frá, þ.e. 119 einstaklingum. Ég verð að segja að mér finnst það talsvert alvarlegt ef 119 einstaklingum er vísað frá námi í framhaldsskóla, fólki sem er að reyna að hefja nám að nýju eftir hlé. Mér finnst það mjög undarlegt ef yfirvöld menntamála geta ekki gert eitthvað í því máli og reynt að sjá til þess að lögum sé framfylgt, þ.e. að framhaldsskólinn sé fyrir alla. Ég mundi vilja sjá þessa tölu 0. Ég mundi vilja sjá að ekki væri nokkurri manneskju væri vísað frá vilji hún í alvöru hefja nám við framhaldsskóla. Ég tel þetta alvarlegt mál. Ég tel þessa 119 alla eiga rétt á því að setjast á skólabekk þó að ég þekki auðvitað ekki þeirra sögu, en mér finnst þetta grunsamlega há tala.