132. löggjafarþing — 25. fundur,  18. nóv. 2005.

Aðgerðir í málefnum heimilislausra.

91. mál
[10:43]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hreyfa þessu mikilvæga máli og vil taka undir með hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur um það að þarna tel ég ráðherra vera að skilgreina þennan hóp mjög þröngt en það kom fram á fundi með aðstandendum geðsjúkra fyrr í mánuðinum að það væru 70–100 geðsjúkir sem væru án heimilis. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra: Hvenær verður þeirra vandi leystur og hefur hann haft samráð við aðstandendur þeirra og fulltrúa geðsjúkra við það að finna réttu og bestu lausnirnar sem henta þeim í húsnæðismálum?