132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:10]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er búinn að skilja það fyrir nokkru síðan að menn telji nauðsynlegt að koma þessu máli í gegn. Ég hef hins vegar tekið eftir því að rannsóknir Landsvirkjunar og annarra aðila á svona málum taka langan tíma. Flestar þær rannsóknir taka mörg ár. Ég hélt því satt að segja ekki að menn væru að bjarga sér fyrir horn gagnvart einstökum verkefnum akkúrat núna hvað þessa hluti varðar. Ég er á þeirri skoðun að vel þurfi að fara yfir það í nefndinni hvaða þarfir séu á þessu og hvernig mál eru stödd að öðru leyti, hvenær við eigum von á þeim frumvörpum sem eiga að koma til viðbótar, hvenær niðurstaðan er væntanleg frá nefndinni. Ég ætla satt að segja að vona að hv. formaður nefndarinnar standi með mér og öðrum í því að skoða þessi mál mjög vandlega til að athuga hvort ekki verði hægt að standa að þessu með heildstæðum hætti sem er Alþingi sæmandi.