132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:14]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vel kann að vera að hv. þingmaður hafi eitthvað fyrir sér í því að búið sé að ákveða eða það liggi fyrir hvað reki menn áfram með þetta frumvarp, þ.e. að það séu einhver tiltekin atriði, tilteknir virkjunarkostir.

Þó svo að ég sé ekki viss um að þau lög sem eru í gildi um umhverfismat á Íslandi séu nægilega góð þá tel ég þó að í þeim felist möguleikar fyrir menn þegar kemur að því að þeir vilji virkja með þessum hætti, að koma þessum sjónarmiðum að og að tekin verði afstaða til þeirra þegar tekin er ákvörðun um hvort viðkomandi vatnsföll verða virkjuð. Þar hljóta önnur not og náttúruvernd að koma til sögu. Ég ætla satt að segja að vona að þessi lög séu ekki svo afburða slöpp hjá okkur að þau geti ekki þar komið við sögu.