132. löggjafarþing — 28. fundur,  23. nóv. 2005.

Ráðstöfun hjúkrunarrýma.

153. mál
[13:40]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Í máli fyrirspyrjanda kom fram að hún teldi ekki unnt að sækja til ráðuneytisins um rými fyrir hjúkrunarsjúklinga 67 ára og yngri. Ég er fullviss um að það er ekki rétt. Það er hægt að sækja til ráðuneytisins um það. (Gripið fram í.) En vissulega væri æskilegast að þarna væri hægt að sækja um rafrænt og að þeim málum er unnið.

Það er ljóst að hægt er að sækja um og hjúkrunarheimili eru bæði fyrir þá sem eru orðnir 67 ára og yngri. En það kom fram í svari mínu við fyrirspurn hv. þingmanns að aðstæður þessa fólks eru mjög mismunandi. Þess vegna réðumst við í að skoða þetta sérstaklega og hvernig kerfið geti virkað einfalt og skilvirkt. Það verður vonandi svo í framtíðinni.