132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:44]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Furðuleg ferli eru í gangi í undirbúningi fjárlaga, m.a. er nefndum falið að setjast yfir ofurlitla fjármuni og skipta þeim skilvíslega og nefndirnar taka það alvarlega. Nefndarmenn setjast niður og lesa sig í gegnum texta og ræða meira að segja við fólk. Síðan þegar þeir koma að sjá árangur sinna starfa við 2. umr. þá hefur því verið breytt. Einhvers staðar hefur maður þekkt mann og komnir eru inn nýir liðir sem ekki voru þar áður. Það þýðir að spurningar vakna um það hvort aðrar nefndir en fjárlaganefnd og í raun og veru aðrir en bara nokkrir menn í stjórnarliðinu eigi að sjá um þetta, t.d. hv. þingmaður sem hér situr í horni, Einar Oddur Kristjánsson af Norðurlandi vestra eða einhvers staðar að vestan svona í almennum dráttum. Ég greiði ekki atkvæði.