132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:51]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við gerum tillögu um að 30 millj. kr. fari til þjóðgarða og friðlýstra svæða. Ég held að öllum sé kunnugt að þjóðgarðar landsins hafa verið vanhirtir um langan tíma. Við höfum ekki grisjað þá, við höfum ekki hirt þá og úr því þurfum við að bæta.

Friðlýstu svæðin eigum við að nýta til uppbyggingar ferðaþjónustu. Við eigum að bæta aðgengi ferðamanna og við eigum að geta tekið við meiri ánauð ferðafólks með sóma og undirbúið svæðin þannig að þau verði ekki fyrir skaða, heldur verði sú landkynning að kalla til fleiri ferðamenn, ferðamenn sem við getum tekið á móti án þess að skaða hin friðlýstu svæði. Ég segi já.