132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[16:11]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þó að við séum sömu skoðunar varðandi Rás 2 erum við náttúrlega ekki á sömu skoðun hvað varðar frumvarpið sem slíkt. Ég vil einmitt ekki hefta svigrúm þeirra sem koma til með að ráða þarna ríkjum, annars vegar útvarpsstjóra og síðan rekstrarstjórnar sem mun verða kosin héðan. Ég tel rétt að veita þeim nokkuð frjálsar hendur, það er þó með þeim takmörkunum að það verði að vera ein hljóðvarpsrás og ein sjónvarpsrás. Að öðru leyti treysti ég því fólki sem ræður yfir og mun stjórna Ríkisútvarpinu til þess að meta hvort Rás 2 eigi að vera áfram. Ég er þeirrar skoðunar að hún eigi að vera áfram en ég ætla ekki að koma með ákvörðun formlegs eðlis hvorki frá ráðuneyti menntamála né héðan af hinu háa Alþingi.