132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[17:05]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna sérstaklega því frumvarpi sem hér er fram komið. Viðbrögð mín eru á allt öðrum nótum en fyrri ræðumanna sem hér hafa verið í andsvörum. Það er margbúið að sanna að óbeinar reykingar hafa mjög skaðleg áhrif og fráleitt að halda öðru fram, enda hefur ráðherrann verið ötull við að útskýra fyrir öðrum hvað þetta er mikil skaðsemi. Ég tek undir það.

Ég vil hins vegar ræða aðlögunartímann sem ráðherrann kom inn á, aðlögunartímann til 1. júní 2007. Þegar sú er hér stendur og fleiri fluttu fram þetta mál vildum við hafa aðlögunartímann til 1. maí 2006. Nú er hann kominn ári lengra sem er svo sem eðlilegt af því að málið er eiginlega ári seinna fram komið. Þá voru Samtök ferðaþjónustunnar ekki hlynnt málinu en nú eru þau með því og þess vegna spyr ég: Telur ráðherra eðlilegt að stytta enn frekar þennan aðlögunartíma? Kæmi það til greina af því að svo góð samstaða er að skapast um málið?