132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[17:06]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom í framsöguræðu minni tel ég þennan aðlögunartíma vera sanngjarnan og eðlilegan þannig að þeim sem leyfa reykingar á veitingastöðum sínum núna gefist tími til að aðlagast nýjum reglum að þessu leyti. Margir veitingastaðir eru þegar orðnir reyklausir, þeim fjölgar óðum, og þá geta menn auglýst sig upp að þessu leyti ef forustumenn þeirra vilja, þ.e. framkvæmdastjórar og eigendur, og búið sig undir það að löggjöfin taki gildi. Ég tel eðlilegt að aðlögunartíminn sé þetta langur enda líður tíminn óðfluga.