132. löggjafarþing — 61. fundur,  8. feb. 2006.

Suðurlandsvegur.

473. mál
[14:37]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S):

Frú forseti. Mín athugasemd byggist á því að minna hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson á það að í fyrsta skipti næsta haust munum við sem hér erum í þingsal úr Suðurkjördæmi hafa tækifæri til að tjá okkur um langtímaáætlun í samgöngumálum á Suðurlandi, þ.e. 12 ára samgönguáætlun. Það er verkefni okkar að ná fram þeim úrbótum sem við teljum bestar.

Menn ræða um 2+1 veg eða 2+2. Mér finnst aðalatriðið vera það að menn hugsi langt fram í tímann þannig að niðurstaðan geti orðið 2+2 þegar fram í sækir. Það sem ríður mest á, fyrir utan að við ræðum um 2+1 eða 2+2, eru gatnamótin á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss. Það eru gatnamótin hvarvetna sem eru slysavaldurinn. Það þarf að búa þannig um hnúta að gatnamótin sem gerð verða hæfi 2+2 akvegum. Það er aðalatriðið. Síðan vil ég minna á vetrarþjónustuna sem er (Forseti hringir.) gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir vegfarendur á þessu svæði.