132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[11:36]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er ekki eitt af því sem lögð er áhersla á í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í rauninni ber okkur því engin skylda til að taka þetta fyrirkomulag upp á þessu kjörtímabili. Niðurstaðan er sú að það verður ekki gert. Hvað framtíðin ber í skauti sér verðum við svo að sjá til með. (Gripið fram í.)

Mér er kunnugt að gerð hefur verið úttekt á samkeppnisstöðu fyrirtækja á landsbyggðinni gagnvart fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki allt landsbyggðarfyrirtækjum í óhag. Það eru mjög margir þættir sem eru þeim í hag, þeim iðnfyrirtækjum sem eru rekin á landsbyggðinni, t.d. má nefna húsnæðiskostnað í því sambandi. Það er ekki eins og að það sé algjörlega borðleggjandi að fara út í þessa aðgerð. Hins vegar hafa sumar þjóðir gert það og talið sig hafa haft ágætisárangur af því. Við skulum sjá til hvað framtíðin ber í skauti sér.

(Forseti (SP): Forseti vekur athygli á því að hv. þingmenn og hæstv. ráðherra hafa aðeins eina mínútu.)