132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[17:46]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit að hv. þm. Kristján Möller ber eins og við öll hér hag atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni fyrir brjósti. Þess vegna var ég mjög undrandi á sínum tíma þegar Samfylkingin kom hér með tillögur um stórauknar álögur í formi tryggingagjalda á fyrirtæki á landsbyggðinni. Þannig að svona er nú þetta geim, því miður, hæstv. forseti.