132. löggjafarþing — 65. fundur,  13. feb. 2006.

Frumvarp um aukatekjur ríkissjóðs.

[15:19]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar hjá hæstv. fjármálaráðherra í þessu tiltölulega litla máli sem þó snertir þennan fámenna hóp mjög mikið. Ég hefði þó viljað að hæstv. fjármálaráðherra viðhefði þessi vinnubrögð í fleiri málum. Hann hefur komið hér með og jafnvel dreift úti í bæ villandi upplýsingum um skattamál þjóðarinnar. Er von til þess að hann komi hingað í þennan ræðustól og greini okkur rétt frá skattahækkunum? Þegar hann dreifir dæmum um skattalækkanir eru þær upplýsingar mjög villandi og ég hefði viljað að hæstv. fjármálaráðherra kæmi hingað með greinarbetri upplýsingar. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að þegar útgjöld ríkisins hækka um 120 milljarða á föstu verðlagi árlega síðustu 10 árin leiðir það til skattahækkana en samt sem áður er verið að dreifa villandi dæmum og beinlínis rangt reiknuðum.

Vegna þess að hann er byrjaður að koma hér með leiðréttingar og greinarbetri upplýsingar teldi ég að hann ætti einnig að gera það í þessum skattahækkunum sínum. (EMS: Þú mátt ekki búast við of miklu í einu.) Nei.