132. löggjafarþing — 69. fundur,  16. feb. 2006.

Sveitarstjórnarmál.

407. mál
[18:29]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Þetta litla mál skiptir verulegu máli fyrir marga bændur, sérstaklega í Norðvesturkjördæmi. Þeir hafa margir haft orð á því. Það er þeirra hjartans mál að eignarréttur þeirra verði virtur. Þetta er í stefnuskrá Framsóknarflokksins og ég vonast til að hæstv. ráðherra svari því hvort hann styðji þetta eða ekki. En ég heyrði það á andsvari hæstv. ráðherra að hann forðast að ræða þetta mál. Það er nefnilega svo þegar á hólminn er komið að þá er svo viðkvæmt að raska einhverju í því kerfi sem er að kyrkja byggðir landsins að meira að segja þegar því er velt upp hvort einstaka bændur fái að draga einn og einn fisk úr sjó þá er það of viðkvæmt og menn reyna að komast hjá að svara slíku. Ég vonast til að hæstv. ráðherra svari þessu og af hreinskilni.