132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Ákvörðun loðnukvóta.

525. mál
[14:58]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Hér er velt upp mjög mikilvægum spurningum um orkuflæðið í vistkerfinu. Það er nauðsynlegt að við veltum þessum spurningum fyrir okkur. Stundum virðist mér sem menn ofmeti áhrif mannsins og veiða á vistkerfið. Leiddar hafa verið líkur að því að veiðar séu einn tíundi til einn tuttugasti af því sem fuglar og önnur spendýr hafsins taka úr lífríkinu. Þess vegna eru þetta mikilvægar spurningar.

Varðandi samspil dýrategunda hefur komið fram sú kenning að ástæðan fyrir loðnubrestinum sé ekki eingöngu veiðar heldur mikil fiskgengd á uppeldissvæðum loðnunnar, að hún hafi einfaldlega verið étin upp af öðrum dýrastofnunum. Þetta er einn möguleiki sem þarf að kanna og fara rækilega yfir í nýtingarstefnu (Forseti hringir.) okkar Íslendinga.