132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[13:05]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi pólitíska aðkomu að þessu máli þá var þetta mál lagt fram á 131. þingi þann 6. desember 2004. Þá var það lagt fram á Alþingi en síðan rætt í janúar 2005, vísað til nefndar, rætt í nefndinni, nefndin skilar meirihluta- og minnihlutaáliti í apríl og maí 2005. Ef þetta er ekki pólitísk aðkoma að málinu þá veit ég ekki hvað. Síðan er frumvarpið endurskoðað á grundvelli þessara álita og lagt fram aftur og nú erum við að ræða það í annað sinn. Í annað sinn kemur meirihluta- og minnihlutaálit, í annað sinn er leitað eftir umsögnum. Hvað þarf maður mikla umræðu?

Varðandi kröfur fjármálaráðherra þá sagði Samfylkingin að hann hefði farið offari gegn bændum.