132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.

610. mál
[15:39]
Hlusta

utanríkisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins þakka hv. þingmanni fyrir ábendingar hans í þessu efni hvað varðar 2. mgr. 1. gr. samningsins. Ég er sannfærður um að þær muni verða teknar til athugunar þegar gengið verður til afgreiðslu á málinu.

En eins og segir í sömu málsgrein mun sjávarútvegsráðherra Íslands taka til athugunar fyrir 20. júní næstkomandi hvort þessum takmörkunum skuli aflétt.

Ég þakka þingmanninum fyrir ábendingar hans.