132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Ljósmengun.

672. mál
[14:04]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Þetta hefur verið mjög athyglisverð umræða, um mál sem er full ástæða til fyrir okkur öll að velta fyrir okkur. Mér finnst það til fyrirmyndar að til séu sveitarfélög sem þegar hafa gefið þessum málum sérstakan gaum og gert áætlanir til að draga úr ljósmengun.

Ég held að í raun sé það nokkuð sem við getum séð fyrir okkur að fleiri muni gera í kjölfarið.