132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

rannsóknir á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf.

298. mál
[11:29]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá utanríkismálanefnd um tillögu til þingsályktunar um átak í rannsóknum á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf. Í umfjöllun nefndarinnar voru fengnir gestir á fund til að fjalla um málið og einnig var leitað umsagnar frá nokkrum aðilum.

Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að semja framkvæmdaáætlun um markvisst átak í rannsóknum á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf. Með ályktun nr. 3/2004 á ársfundi 20.–24. ágúst 2004 samþykkti Vestnorræna ráðið að hvetja ríkisstjórn Íslands og landsstjórnir Færeyja og Grænlands til að móta í sameiningu framkvæmdaáætlun til að efla markvisst átak í rannsóknum á loftslagsbreytingum við Norður-Atlantshaf.

Utanríkismálanefnd leggur til að þessi tillaga verði samþykkt óbreytt. Að þessu nefndaráliti standa Halldór Blöndal, formaður nefndarinnar, Össur Skarphéðinsson, Magnús Stefánsson, Drífa Hjartardóttir, Jón Gunnarsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.