132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

tóbaksvarnir.

388. mál
[19:48]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þetta er slys frá vorinu 2002 — ef ég fæ hljóð í salnum — þá er þetta slys frá árinu 2002 sem hv. þm. Pétur Blöndal og liðsmenn hans — ég er einn af þeim — erum núna að leiðrétta. Þetta er klaufalegt ákvæði sem gengur á svig við tjáningarfrelsið og er sennilega brot á stjórnarskrá. Menn hafa að vísu ekki þorað að láta reyna á það. En nú er tækifæri fyrir okkur að laga þetta. Ég sé að allmargir þingmenn taka undir það. En afgangurinn virðist ekki hafa skilið hvað um er að ræða þannig að það þarf að endurtaka þetta síðar og við gerum það svo sannarlega, við Pétur Blöndal, þótt síðar verði. Ég segi já.