132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

grunnskólar.

447. mál
[20:13]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Frú forseti. Hér er hreyft afar mikilvægu máli. Þetta er kærkomin viðbót við það skólasamfélag sem við búum við. Með þessu er verið að líta til þeirrar reynslu m.a. sem íslenskt skólasamfélag hefur haft af einkaskólum. Það vita allir að Landakotsskóli sem dæmi, Ísaksskóli og barnaskóli Hjallastefnunnar hafa auðgað skólasamfélagið. Við höfum fjölgað tækifærum, við höfum aukið fjölbreytnina og gæðin í skólastarfseminni, m.a. fyrir tilstuðlan þeirra. Þess vegna segi ég já. Við erum að auka og efla hagsmuni barna og foreldra í landinu.