133. löggjafarþing — 7. fundur,  5. okt. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[12:20]
Hlusta

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Samfylkingin kom nefnilega ekki fram með neinar hugmyndir um að slá á þensluna í samfélaginu heldur þvert á móti hvatti ríkisstjórnina til þess að fara ekki í þær aðhaldsaðgerðir sem við fórum í á þeim tíma. Reyndar voru viðbrögð Samfylkingarinnar við aðhaldsaðgerðunum pínulítið misvísandi því ef ég man rétt þá vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ganga mun harðar fram gagnvart Íbúðalánasjóði, draga úr hámarksláninu. Hvað gerði Jóhanna Sigurðardóttir? Hún gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að lækka hámarkslánið. Hvar er Samfylkingin í þeim málum? Hún talar til hægri og hún talar til vinstri rétt eins og í sjávarútvegsstefnunni. Jóhann Ársælsson kemur hér upp og talar til vinstri. Síðan kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og talar til hægri. Hvernig eigum við hv. þingmenn að botna í því hver raunveruleg stefna Samfylkingarinnar er í svo mikilvægum málaflokkum eins og ég hef nefnt hér á undan?