133. löggjafarþing — 11. fundur,  12. okt. 2006.

Kárahnjúkavirkjun og Hálslón, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra.

[10:33]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Áður en umræðan hefst vill forseti geta þess að samkomulag er á milli þingflokkanna um ræðutíma í umræðunni og er hann þessi: Ráðherra hefur 20 mínútur í framsögu sinni, síðan 5 mínútur í lok umræðunnar. Þingflokkarnir hafa að öðru leyti 15 mínútur í fyrri umferð og 10 mínútur í síðari umferð.