133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[17:27]
Hlusta

Einar Már Sigurðarson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Enn á ný ræðum við frumvarp um Ríkisútvarpið. Það veldur okkur áhyggjum að ekki skuli vera vandað til verka. Eins og kom fram í andsvari hjá hv. þm. Merði Árnasyni er enn sama upphæð uppi, um að minnsta kosti 5 millj. kr. hlutafé sem augljóslega mun ekki duga til að tryggja það hlutfall sem hæstv. menntamálaráðherra nefndi. En við vonum auðvitað að þetta verði lagfært í nefnd.

Það sem vekur sérstakar áhyggjur okkar er þegar hæstv. ráðherra talar um sjálfstæði og aukið sjálfstæði Ríkisútvarpsins. Hvernig má það vera að hægt sé að auka sjálfstæði Ríkisútvarpsins þegar fjárhagur þess er í rúst? Hvernig má það vera? Hæstv. ráðherra verður að segja okkur það hvernig Ríkisútvarpið á að geta verið sjálfstætt með fjárhag sinn í rúst. Það liggur ljóst fyrir að rekstrarfé er í raun neikvætt um líklega milljarð kr. nú um stundir. Hvernig á það, þó að félaginu sé breytt í opinbert hlutafélag, hvernig getur það breyst með því? Hæstv. ráðherra verður að gefa (Forseti hringir.) fullnægjandi svör við slíku.