133. löggjafarþing — 29. fundur,  16. nóv. 2006.

utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[12:30]
Hlusta

utanríkisráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál hefur margoft verið rætt á hv. Alþingi. Í sjálfu sér er erfitt að koma fram með nokkuð nýtt í því. Mér er kunnugt um skoðanir hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar á þessu öllu.

Ég sagði að ráðamenn Íslands svöruðu þessum þremur spurningum játandi. Þeir báðu ekki um að vera á einhverjum lista. Í dag er enginn listi til. Hvernig ættu Íslendingar að koma fram og biðja um að vera þurrkaðir út af einhverjum lista sem í raun er ekki til í dag?

Það sem er aðalatriði í dag, sem við eigum að einbeita okkur að, er að styðja það uppbyggingarstarf sem á sér stað. Við Íslendingar höfum sett í það 300 millj. kr., sem ég rétt og í samræmi við það stefnt var að á sínum tíma.

Síðan spurði hv. þingmaður um hreinsunina vegna brottfarar hersins. Það er rétt. Vissulega þarf að hreinsa landið, ekki bara á svæði Keflavíkurflugvallar heldur víðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur það (Forseti hringir.) hlutverk að skilgreina það verkefni. En það er vissulega heilmikið verkefni.