133. löggjafarþing — 29. fundur,  16. nóv. 2006.

utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:19]
Hlusta

Halldór Blöndal (S) (ber af sér sakir):

Herra forseti. Ég vek athygli hins háa forseta á því að hv. þingmaður sagði að ég hefði borið blak af stríðsglæpamönnum um allan heim. Nú veit ég ekki hvort ég hef nógu falleg augu til að því sé trúað þegar ég segi að þessi ummæli þingmannsins eru á misskilningi reist og ekki mælt af góðum hug.