133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

samgöngur til Vestmannaeyja.

[15:17]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Virðulegur forseti. Eins og sjá má í skrifum í blöðum þessa dagana og næstum öllum umræðuþáttum fyrirfinnst nánast enginn þáttur samgöngumála að ekki sé einhver tilbúinn til að bjóða betur. Það sýnir bara hversu mikla áherslu almenningur og stjórnmálamenn í landinu leggja á samgöngumálin. Ég fagna því að sjálfsögðu (Gripið fram í.) og sé hér brosandi menn í salnum sem eru tilbúnir til að standa með ráðherranum í því.

Það er ljóst að Bakkafjöruverkefninu, ef það verður niðurstaðan, þarf að vera lokið árið 2010. Það er tiltölulega stuttur tími þangað til og við þurfum því að taka skynsamlegar ákvarðanir. Ef til er einhver viðráðanleg lausn sem felst í öðru skipi og tefur ekki aðrar ákvarðanir og framkvæmdir í samgöngumálum ber að skoða það. En (Forseti hringir.) ég tel ekkert liggja á borðinu í dag sem bendir til þess.